Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum rýma eldstöðvarnar
Lokað hefur verið fyrir umferð að gosstöðvunum vegna hraunflæðis. Er það gert af öryggisástæðum. Þetta kemur fram í áríðandi tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum hafa verið kallaðar út til að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Stór hrauntjörn í Geldingadölum brast og hraun flæðir nú í miklu magni og á talsverðum hraða um Geldingadali og niður í Nátthaga.