Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum kallaðar út í nótt
Allar björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út í um kl. 02 nótt til að leita að konu sem saknað var frá Reykjanesbæ. Hún fannst fljótlega heil á húfi.
Myndina birti björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sem sendi níu manns til leitar á tveimur bílum og tveimur fjórhjólum. Myndin var tekin eftir að verkefni næturinnar var lokið.