Alhvít jörð á Suðurnesjum
Nú er alhvít jörð á Suðurnesjum eftir snjókomu í nótt. Aðeins er um þunnt lag af snjó að ræða en nóg til þess að óhöpp hafa orðið.Þannig valt jeppi á Miðnesheiði í morgun en engin slys urðu á fólki samkvæmt heimildum vf.is.
Börnin kunna hins vegar að meta þessa litlu föl og víða hafa snjókarlar vaknað til lífsins. Meðfylgjandi myndir voru hins vegar teknar frá höfuðstöðvum Vikurfrétta á efri hæð Sparisjóðsins í Njarðvík og sýna þær útsýnið þaðan yfir Njarðvík.
Börnin kunna hins vegar að meta þessa litlu föl og víða hafa snjókarlar vaknað til lífsins. Meðfylgjandi myndir voru hins vegar teknar frá höfuðstöðvum Vikurfrétta á efri hæð Sparisjóðsins í Njarðvík og sýna þær útsýnið þaðan yfir Njarðvík.