Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 3. nóvember 2001 kl. 16:34

Alhvít jörð á Suðurnesjum

Nú er alhvít jörð á Suðurnesjum eftir snjókomu í nótt. Aðeins er um þunnt lag af snjó að ræða en nóg til þess að óhöpp hafa orðið.Þannig valt jeppi á Miðnesheiði í morgun en engin slys urðu á fólki samkvæmt heimildum vf.is.
Börnin kunna hins vegar að meta þessa litlu föl og víða hafa snjókarlar vaknað til lífsins. Meðfylgjandi myndir voru hins vegar teknar frá höfuðstöðvum Vikurfrétta á efri hæð Sparisjóðsins í Njarðvík og sýna þær útsýnið þaðan yfir Njarðvík.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024