Álfagerði skal það heita
Nýja stórheimilið í Vogum var vígt við hátíðlega athöfn í gær og hefur það fengið nafnið Álfagerði, samkvæmt vinningstillögu Baldurs Sigurðssonar. Nafnið vísar til þess að á byggingarreitnum stóð álfhóll og var á sínum tíma fengin sérstakur álfasérfræðingur til þess að semja við íbúa hans. Álfarnir voru sáttir við áformin og framkvæmdir gátu þar með hafist.
Stórheimilið er samstarfsverkefni Búmanna og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Húsið er hið glæsilegasta og aðstaða öll til fyrirmyndar, bæði í íbúðum og þjónusturými.
Í húsinu eru 13 íbúðir, 1-2 herbergja, sem tengjast þjónustumið með glergöngum. Væntanlegir íbúar kaupa búseturétt af Búmönnum og greiða allan rekstrarkostnað íbúðanna. Sveitarfélagið Vogar kaupir samskonar afnotarétt af þjónustumiðstöðinni og greiðir rekstrarkostnað við hana, en húsnæðið er allt í eigu Búmanna.
Efri mynd: Brynhildur Sigursteinsdóttir, stjórnarformaður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, afhendir Guðrúnu Jónsdóttur, formanni Búmanna og arkitekt hússins, lykilinn að byggingunni.
Neðri mynd: Í þjónustumiðstöðinni er hátt til lofts og vítt til veggja.
VF-myndir: elg
Stórheimilið er samstarfsverkefni Búmanna og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu íbúða og þjónustumiðstöðvar fyrir eldri borgara. Húsið er hið glæsilegasta og aðstaða öll til fyrirmyndar, bæði í íbúðum og þjónusturými.
Í húsinu eru 13 íbúðir, 1-2 herbergja, sem tengjast þjónustumið með glergöngum. Væntanlegir íbúar kaupa búseturétt af Búmönnum og greiða allan rekstrarkostnað íbúðanna. Sveitarfélagið Vogar kaupir samskonar afnotarétt af þjónustumiðstöðinni og greiðir rekstrarkostnað við hana, en húsnæðið er allt í eigu Búmanna.
Efri mynd: Brynhildur Sigursteinsdóttir, stjórnarformaður Trésmiðju Snorra Hjaltasonar, afhendir Guðrúnu Jónsdóttur, formanni Búmanna og arkitekt hússins, lykilinn að byggingunni.
Neðri mynd: Í þjónustumiðstöðinni er hátt til lofts og vítt til veggja.
VF-myndir: elg