Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alfa námskeiðin að hefjast í Njarðvíkurprestakalli
Mánudagur 20. september 2004 kl. 17:21

Alfa námskeiðin að hefjast í Njarðvíkurprestakalli

Alfa námskeið eru nú að hefjast í Njarðvíkurprestakalli, en hér um að ræða tíu vikna námskeið þar sem á einfaldan og þægilegan hátt er fjallað um kristna trú. Námskeiðið er haldið einu sinni í viku en auk þess fara þátttakendur saman eina helgi út úr bænum. Tekist er á við mikilvægustu spurningar lífsins í afslöppuðu og þægilegu umhverfi án þess að nokkrar kröfur séu lagðar á námskeiðsgesti.
Hvert kvöld hefst á léttum kvöldverði kl. 19:00. Síðan er kennsla í um 45 mínútur og eftir stutt hlé eru umræður í litlum hópum. Námskeiðinu lýkur kl. 22:00.  Ekki er óalgengt að fjöldi fólks komi að hverju námskeiði sem aðstoðarfólk. Má þar nefna fyrirlesara, aðstoðarfólk í eldhúsi, skráningu, tónlistarfólk, umræðustjóra í hópum og fleiri. Venjulega skapast mjög hlýtt og kærleiksríkt andrúmsloft meðal þátttakenda á Alfa.
Á Alfa fær fólk tækifæri til að spyrja allra þeirra spurninga sem því dettur í hug. Allar spurningar eiga rétt á sér, engin er of einföld eða of flókin.
Námskeiðið verður í Ytri-Njarðvíkurkirkju á miðvikudögum og hefst á kynningarfundi þann 22. september n.k. kl.20. Næsta samvera verður  29.9. kl. 19. og þeir sem ekki komast á kynningarfund eru einnig velkomnir á þessa
samveru.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024