ALFA NÁMSKEIÐ
ALFA, hvað er nú það spyr kannski einhver. ALFA er námskeið sem Keflavíkurkirkja hefur staðið fyrir undanfarin misseri. Það er sértaklega sniðið fyrir þá sem eru leitandi og vilja fá einhver svör við tilgangi lífsins. Það hentar vel þeim sem vilja kynna sér kristindóminn og Biblíuna á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Alfa er fyrsti stafurinn í gríska stafrófinu og námskeiðið er um fyrstu skrefin í kristinni trú. Reynt er að hafa námskeiðið í eins notalegu og afslöppuðu umhverfi og mögulegt er. Námskeiðið er í tíu vikur, eitt skipti í viku. Það byggist upp á sameiginlegri máltíð, stuttri samverustund, fyrirlestri og umræðum.Þessi námskeið þóttu gefa góða raun og hefur fólk almennt verið mjög ánægt með þau. Keflavíkurkirkja hefur því ákveðið að hefja nýtt námskeið nú eftir áramót. Næsta námskeiðið hefst miðvikudaginn 27. janúar n.k. í Kirkjulundi kl. 19.00 með borðhaldi og lýkur kl. 22.00.Skráning á námskeiðið fer fram í síma: 421-3985 (Ragnar og Málfríður) eða 421- 4345 (Sigfús og Laufey) og í síma 421-4337 í Kirkjulundi.