Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alexandra varð í 2. sæti í hárgreiðslu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
Þriðjudagur 13. mars 2012 kl. 09:54

Alexandra varð í 2. sæti í hárgreiðslu á Íslandsmóti iðn- og verkgreina

FS-ingurinn Alexandra Lilja Björgvinsdóttir nemi í hársnyrtingu, hreppti 2. sætið á Íslandssmóti iðn-og verkgreina sem fram fór í Háskóla Reykjavíkur 9-10. mars sl. en fimm nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja kepptu á mótinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þær Alexandra Lilja Björgvinsdóttir, Ingunn María Haraldsdóttir og Kristina Susanne Dahl kepptu í hársnyrtingu, Gunnar Ingi Þorsteinsson keppti í rafiðnum og Óskar Örn Óskarsson í rafsuðu. Okkar fólk stóð sig allt með prýði og var skólanum sínum svo sannarlega til sóma. Alexandra Lilja Björgvinsdóttir var þar fremst í flokki en hún varð í 2. sæti í hársnyrtingu.

Þátttakendur á Íslandsmótinu eru nemendur í iðn- og verkgreinaskólum landsins og þeir sem nýlega hafa lokið námi. Aldurstakmark þátttakenda miðast við þá sem verða 21 árs á árinu en gerðar eru undanþágur í nokkrum greinum. Íslandsmótið veitir ungu fólki tækifæri til sýna fram á færni sína og kunnáttu í iðn- og verkgreinunum. Tekist er á við krefjandi og raunveruleg verkefni í samkeppni sem reynir á hæfni, skipulagshæfileika og fagmennsku.

Á efstu myndinni eru Ingunn María, Alexandra Lilja og Kristina Susanne. Þar fyrir neðan er Alexandra Lilja með fantasíugreiðslu sína.