Alexander afhenti veglegar fjárhæðir
Afrakstur tónleikanna Ég og fleiri frægir.
Grindvíkingur ársins, Alexander Birgir Björnsson, afhenti í fyrradag Einhverfusamtökunum og Birtu, landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust, veglega styrki. Fjárhæðirnar söfnuðust þegar Alexander stóð fyrir tónleikunum Ég og fleiri frægir í Grindavíkurkirku í lok nóvember. Með Alexander við afhendinguna voru foreldrar hans, Elín Björg Birgisdóttir og Björn Kjartansson og frændi Alexanders, tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn aðstoðaði Alexander við að undirbúa tónleikana.