Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Alexander afhenti veglegar fjárhæðir
Alexander og fjölskylda, auk fulltrúa Einhverfusamtakanna og Birtu. (Mynd: Elín Björg)
Miðvikudagur 14. janúar 2015 kl. 09:26

Alexander afhenti veglegar fjárhæðir

Afrakstur tónleikanna Ég og fleiri frægir.

Grindvíkingur ársins, Alexander Birgir Björnsson, afhenti í fyrradag Einhverfusamtökunum og Birtu, landssamtökum foreldra barna/ungmenna sem látist hafa fyrirvaralaust, veglega styrki. Fjárhæðirnar söfnuðust þegar Alexander stóð fyrir tónleikunum Ég og fleiri frægir í Grindavíkurkirku í lok nóvember. Með Alexander við afhendinguna voru foreldrar hans, Elín Björg Birgisdóttir og Björn Kjartansson og frændi Alexanders, tónlistarmaðurinn Pétur Örn Guðmundsson. Pétur Örn aðstoðaði Alexander við að undirbúa tónleikana.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024