Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aldrei séð eins mikið af tyggjóklessum og í Keflavík
Guðjón í baráttu við tyggjóklessur við Hafnargötu í Keflavík. VF-myndir: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 30. desember 2020 kl. 10:23

Aldrei séð eins mikið af tyggjóklessum og í Keflavík

Guðjón Óskarsson er sjötugur Reykvíkingur sem staðið hefur fyrir átakinu Tyggjóið burt. Í sumar sem leið komst hann í fréttirnar þegar hann hóf að hreinsa upp tyggjóklessur af gangstéttum Reykjavíkur og klessurnar sem hann fjarlægði skiptu tugum þúsunda.

Á aðventunni kom Guðjón svo til Reykjanesbæjar vopnaður tækjum í baráttu við tyggjóklessum á gangstéttum. Í samtali við Víkurfréttir sagðist Guðjón aldrei hafa séð eins mikið af tyggjóklessum og í Keflavík. Honum féllust eiginlega hendur. Hann hafði ætlað sér í verkefni sem tæki tvær til þrjár klukkustundir en sér fram á mun meiri vinnu en það í Reykjanesbæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Íbúar Suðurnesja geta auðveldlega lagt Guðjóni lið með því að henda tyggjóinu í ruslið í stað þess að henda því á gangstéttina þar sem það svo traðkast niður í stéttina og verður illviðráðanlegt.

Á myndunum er Guðjón að þrífa upp klessur af stéttinni framan við verslun Extra24 á Hafnargötu.