Miðvikudagur 9. maí 2001 kl. 09:23
Aldrei jafn stuttur fundur
Stysti bæjarstjórnarfundur sögunnar var haldinn í gær.
Fundurinn varð aðeins 25 mínútur og muna menn ekki eftir jafn stuttum fundi. Málefni voru afgreidd með hraði en helsta umræðuefni fundarins var skólastefna Reykjanesbæjar. Málinu var vísað til síðari umræðu 22. maí nk.