Aldrei fleiri nemendur í Háaleitisskóla á Ásbrú
Nemendum Háaleitisskóla á Ásbrú fjölgar ört og í dag voru 120 nemendur að hefja þar nám í 1. til 7. bekk. Skólasetning var nú eftir hádegið þar sem skólinn var settur í þriðja sinn en hann hóf starfsemi árið 2008.
Börnin í Háaleitisskóla eiga það nær öll sameininlegt að foreldrar þeirra eru einnig nemendur en við aðra skóla, eins og Keili og háskólana í Reykjavík.
Það var mikil eftirvænting hjá börnunum sem mættu í skólann í dag til að hitta kennara sína en skólastarfið hefst af fullum krafti í fyrramálið kl. 8:00.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við skólasetninguna í Háaleitisskóla nú áðan. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson