Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aldrei fleiri ferðamenn verið á Íslandi
Miðvikudagur 6. ágúst 2014 kl. 11:06

Aldrei fleiri ferðamenn verið á Íslandi

17% aukning í júlí milli ára

Aldrei hafa jafn margir ferðamenn verið á landinu í júlí og nú og raunar aldrei fleiri í einum mánuði. Um 144.500 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í júlí síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða um 21.000 fleiri en í júlí í fyrra. Aukningin nemur 17% milli ára. 

Það sem af er ári hefur rúmlega hálf milljón ferðamanna farið frá landinu, nánar tiltekið 546.353 eða um 111 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 25,6% aukningu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024