Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aldrei fleiri ferðamenn á tjaldsvæði Grindavíkur
Þriðjudagur 18. júlí 2017 kl. 09:47

Aldrei fleiri ferðamenn á tjaldsvæði Grindavíkur

Aðsóknarmet var slegið á tjaldsvæði Grindavíkur í júní, en gestafjöldinn fór í fyrsta sinn yfir 3.000. Gagngerar endurbætur voru gerðar á tjaldsvæðinu sumarið 2009 og hefur gestum þess fjölgað jafnt og þétt á hverju sumri síðan þá.

Gistinóttum í Grindavík fjölgaði einnig umtalsvert í júní. Árið 2016 voru gistinætur í júní 3.037, en árið 2017 voru þær 3.920, sem er aukning upp á 29,07%.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík er greinilega orðinn vinsæll viðkomustaður ferðamanna á Íslandi og ferðaþjónustan að festa sig í sessi sem blómleg atvinnugrein í bænum. Á vef Grindavíkur kemur fram að þessi mikli uppgangur sé afrakstur þrotlausarar vinnu ferðaþjónustuaðila á svæðinu. Þá hafi mikið og markvisst markaðsstarf verið unnið í samvinnu Grindavíkurbæjar, Grindavík Experience og Markaðsstofu Suðurnesja.