Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aldraðir og öryrkjar fá ókeypis garðslátt í Garðinum
Mynd af vef Sveitarfélagsins Garðs.
Miðvikudagur 17. maí 2017 kl. 06:00

Aldraðir og öryrkjar fá ókeypis garðslátt í Garðinum

Öldruðum og öryrkjum verður boðið upp á slátt á grasi á lóðum sínum, þeim að kostnaðarlausu í Sveitarfélaginu Garði, líkt og fyrri sumur. Ungmenni í vinnuskólanum munu sjá um sláttinn sem verður frá fyrstu viku júnímánaðar til lok júlí. Stefnan er að hver lóð verði slegin minnst tvisvar í sumar en mest fjórum sinnum. Þeir sem hafi áhuga á að nýta sér þetta tilboð bæjaryfirvalda verði að koma við á bæjarskrifstofu sveitarfélagsins og fylla út umsókn í síðasta lagi föstudaginn 9. júní.

Vinnuskólinn hvetur íbúa til að hafa samband við bæjarskrifstofu ef ungmenni standa sig vel og eins ef íbúar vilji koma með ábendingar eða hugmyndir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024