Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkju á laugardag - Gönguferð og nýtt söguskilti
Miðvikudagur 23. september 2009 kl. 08:36

Aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkju á laugardag - Gönguferð og nýtt söguskilti


Í tilefni 100 ára afmælis gömlu kirkjunnar í Grindavík verður kirkjuganga laugardaginn 26. september. Mæting er kl. 11 við gömlu Grindavíkurkirkju en þaðan verður ekið með einkabílum að Staðarkirkjugarði. Gengin verður kirkjugatan frá Stað að gömlu Grindavíkurkirkju í Járngerðarstaðahverfi. Gengið verður í grasi og hrauni.
Gangan tekur um 2 - 3 tíma með fræðslustoppum. Kirkjan var vígð þennan dag árið 1909. Hún var afhelguð 1982 og síðan hefur verið m.a. barnavistun og ýmiss félagsstarfsemi í húsinu.


Söguskilti verður sett upp við kirkjuna. Myndir af gömlum kirkjumunum og heitt á könnunni í tilefni dagsins. Allir eru velkomnir. Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfisksetursins og Grindavíkurbæjar.

Myndin var tekin af gömlu kirkjunni í síðustu viku eftir að hún var nýmáluð.

www.grindavik.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024