Alda innbrota á Suðurnesjum - lögreglan hvetur fólk til að vera á varðbergi
Það sem af er marsmánuði hafa verið framin 14 innbrot í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum. Í febrúarmánuði voru innbrotin 12 og þau voru 9 í janúar.
Brotist hefur verið inn í iðnaðarhúsnæði í Grófinni og Selvík í Reykjanesbæ nú í þessari viku. Fyrir viku síðan var farið í fimm hesthús á Mánagrund. Í hesthúsnum var t.d. stolið verkfærum og rótað til.
Í marsmánuði hefur verið brotist inn á veitingastað í Grindavík og þaðan stolið skjávarpa.
Skúli Jónsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur fólk til að láta lögreglu vita af grunsamlegum mannaferðum og láta vita ef fólk býr yfir upplýsingum um hugsanlega innbrotsaðila.
Fólki er bent á að hringja í 112 eða símanúmerið hjá lögreglustjóra 420-1700 og nær þannig sambandi við lögregluvarðstofu allan sólarhringinn.
Fólk getur einnig haft samband um tölvupóst og þá eru póstföngin [email protected] fyrir Reykjanesbæ, [email protected], [email protected], [email protected] og [email protected] fyrir viðkomandi sveitarfélög.