Alda Hrönn á nýjan vettvang í eitt ár
Leysir af aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu.
Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum, hefur verið sett í embætti aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu í eitt ár. Hún mun leysa Hörð Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, af en hann mun taka að sér verkefnastjórn hjá embætti ríkislögreglustjóra þann tíma. Morgunblaðið greindi frá.
Alda Hrönn mun hafa yfirumsjón með innleiðingu nýju verklagi vegna heimilisofbeldismála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Samhliða þessu um Alda Hrönn starfa áfram á Suðurnesjum til. 1. nóvember til að ljúka verkefnum sínum þar.