Albert og Sólveig heiðursborgarar Reykjanesbæjar
Reykjanesbær útnefndi heiðursborgara á hátíðarfundi sínum í Hljómahöll síðdegis. Það eru þau Albert Albertsson verkfræðingur og Sólveig Þórðardóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. Áður hafði Ellert Eiríksson fv. bæjarstjóri verði útnefndur heiðursborgari árið 2016. Hann er nýlega fallinn frá.
Nánar er fjallað um heiðursborgarana í Víkurfréttum sem má nálgast í rafrænu formi hér á vf.is en prentútgáfa blaðsins kemur út á morgun, miðvikudag.