Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Álagaratleikur Grindavíkur 2007
Föstudagur 22. júní 2007 kl. 11:46

Álagaratleikur Grindavíkur 2007

Enn gefst tækifæri til að taka þátt í álagaratleiknum. Ratleikurinn  er auðveldur og skemmtilegur útivistarleikur, sem hefur staðið frá upphafi Sjóarans síkáta og endar á Jónsmessu. Leitað er að  spjöldum á stöðum sem merktir eru á ratleikskort eða vísað á þá.
 
Í Grindavík eru margir álagastaðir sem ekki má raska annars hlýst verra af. Oft er um heimkynni álfa og huldufólks að ræða eða einhver fjölkunnugur hefur lagt á staðinn. Ratleikurinn vísar á nokkra slíka staði. Fróðleikurinn  byggir á tilgátum en stuðst er við sagnir,  örnefnalýsingar og munnmæli  fólks í Grindavík
 
Þátttökuseðla má nálgast í Saltfisksetrinu og á heimasíðu Grindavíkur www.grindavik.is
undir dagskrá um Sjóarann síkáta.
Bókstafi og tölustafi á hverjum stað þarf að færa inn á lausnarblað og finna lausnarorð sem er nafn á verum en ekki landnámsstað eins og misritaðist á seðlinum. Lausnum þarf að skila  í Saltfisksetrið eða í s.l. í byrjun Jónsmessugöngunnar. Dregið verður úr réttum lausnum og það tilkynnt í Jónsmessugöngunni á Þorbirni laugardagskvöldið 23. júní.

Veglegir vinningar í boði
1. 20. kg af saltfiski, sjófrystur fiskur og humar
2. Sjófrystur fiskur
3. Fjölskyldudekur í Bláa Lóninu

Vinsamlegast látið vita ef spjöld finnast ekki eða hafa verið færð úr stað í Saltfisksetrið s. 4201199.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024