Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 14. júní 2000 kl. 16:11

Álaborg Portland byggir í Helguvík

Danska fyrirtækið, Álaborg Portland, hefur hafið byggingu á 20 metra háum sementsturni við Helguvík. Ístak hefur yfirumsjón með verkinu og sér um uppsteypu á turninum, en áætlað er að byrjað verði að afgreiða sement úr honum 1. september nk.Samningurinn sem Álaborg Portland gerði við Ístak hljóðar upp á 50 milljónir króna, en innifalið í því verði er uppsteypa á tanknum og þjónustubygging sem á að rísa við hlið hans. Steypustöð Suðurnesja hefur útvegað steypuna í mannvirkið, en framkvæmdir hafa staðið yfir dag og nótt frá því sl. mánudag. Gert er ráð fyrir að uppsteypu ljúki í næstu viku. Að sögn forsvarsmanna danska fyrirtækisins, er ætlun þess að keppa um gæði ekki verð, en þeir eru þegar byrjaðir að senda sement á íslenskan markað.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024