Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Al Gore í Svartsengi
Þriðjudagur 8. apríl 2008 kl. 12:24

Al Gore í Svartsengi

Al Gore, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, kom til Svartsengis skömmu fyrir hádegi að loknum fyrirlestrinum sem hann flutti í Háskólabíói í morgun. Þar fjallaði hann um loftslagsmál í heiminum. Forsvarsmenn Hitaveitu Suðurnesja, þeir Árni Sigfússon, stjórnarformaður, Júlíus Jónsson, forstjóri, og Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri, tóku á móti Al Gore við komuna til Svartsengis þar sem hann mun m.a. skoða orkuverið og snæða hádegisverð.

Al Gore hlut mikið lófaklapp að loknum fyrirlestrinum, þar sem hann sagði m.a. að með hlýnun jarðar myndu allar öfgar aukast, þurrkar yrðu meiri og úrhelli sömuleiðis. Hann lagði áherslu á að um væri að ræða þróun sem hægt væri að stöðva ef allir legðust á eitt, skv því sem mbl.greinir frá.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024



Mynd: Al Gore skoðar líkan af Reykjanesskaga í Eldborg nú fyrir hádegi. Naut hann leiðsagnar forsvarsmanna HS. VF-mynd: Ellert Grétarsson.