Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 felld úr gildi
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 5. október 2021 kl. 10:33

Ákvörðun Voga að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 felld úr gildi

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2. Framkvæmdin er í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélagsins og kerfisáætlun sem samþykkt hefur verið af Orkustofnun.  

Auk þess hefur hún sætt ítarlegu mati á umhverfisáhrifum þar sem mismunandi valkostir hafa verið metnir og samráð frá upphafi haft við sveitarfélög, umhverfisverndarsamtök, landeigendur og aðra hagaðila. Önnur sveitarfélög á línuleiðinni, Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær, höfðu samþykkt framkvæmdaleyfin en fimm umhverfisverndarsamtök kærðu leyfisveitingarnar. Úrskurðarnefndin skilaði jafnframt niðurstöðu í þeim málum í dag og hafnaði kröfu umhverfissamtakanna um að framkvæmdaleyfi Grindavíkurbæjar og Reykjanesbæjar væru felld úr gildi en nefndin felldi hins vegar úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í niðurstöðum úrskurðarnefndarinnar felst að sveitarfélagið Vogar og Hafnarfjarðarbær þurfa að taka umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi til afgreiðslu að nýju.

„Við töldum mikilvægt að kæra ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem úrskurðarnefndin hafði þá þegar til afgreiðslu kærur náttúruverndarsamtaka á framkvæmdaleyfum Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar. Nú liggur fyrir niðurstaða úrskurðarnefndarinnar og er ákvörðun Voga um að hafna framkvæmdaleyfinu ógild og að Hafnarfjörður þarf að setja málið aftur á dagskrá.   Málið er því aftur komið inn á borð Voga og Hafnarfjarðarbæjar. Við vonumst til hægt verði að afgreiða málin sem fyrst þannig að hægt verði að hefjast handa við byggingu  Suðurnesjalínu 2,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets.