Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 9. janúar 2002 kl. 14:26

Ákvörðun um tilboð í nýja sopbrennslustöð tekin fljótlega

Ný matsáætlun hefur verið gerð vegna byggingar nýrrar móttöku-, flokkunar- og sorpbrennslustöðvar á lóð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja á Iðnaðarsvæði við Helguvík og gerð nýrra öskuhauga á Stafnesi-Rosmhvalanesi.
Gerð var matsáætlun í júlí árið 2000 en þar var gert ráð fyrir því að móttöku-, flokkunar- og sorpbrennslustöðin yrði staðsett á lóð Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja við Hafnarveg. Fallið hefur verið frá þeirri staðsetningu en engar breytingar hafa verið gerðar á tilhögun og staðsetningu urðunarsvæðisins.
Vegna breyttrar staðsetningar brennslu er gert ráð fyrir að byggja um 1,7 km langan tengiveg frá Stafnesvegi að urðunarsvæðinu.
Vegna þessara breytinga hefur, samkvæmt ósk Skipulagsstofnunar, verið gerð ný matsáætlun sem tekur mið af þessu.
Markmið framkvæmdarinnar er að endurnýja sorpförgunarkerfi Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. Einnig verður tekin upp aukin flokkun á sorpi sem stuðlar að endurvinnslu og endurnýtingu úrgangs. Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sorpeyðingastöðvar Suðurnesja, segir að verið sé að fara yfir tilboð sem bárust í verkið, en þau voru alls 15 frá 9 aðilum. Guðjón segir tilboðshafana vera með mismunandi lausnir varðandi tækni og fjármagn en línurnar um það hvaða tilboði verði tekið skýrist vonandi í lok mánaðarins. Það fer eftir samningum við verktakann hvenær framkvæmdir hefjast en gert er ráð fyrir að þeim ljúki í desember 2003, þá á sorpbrennslustöðin nýja að vera prófuð og tilbúin.

Frestur til að skila inn athugasemdum til Skipulagsstofnunnar er til 14. janúar 2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024