Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ákvörðun um stálpípuverksmiðju í Helguvík mun liggja fyrir í lok febrúar
Fimmtudagur 23. janúar 2003 kl. 12:11

Ákvörðun um stálpípuverksmiðju í Helguvík mun liggja fyrir í lok febrúar

Í næstu viku mun verktakafyrirtæki sem hefur hug á að bjóða í framkvæmdir á vegum bandaríska fyrirtækisins International Pipe and Tube koma til Íslands til viðræðna við íslensk verktakafyrirtæki og verkfræðinga vegna fyrirhugaðrar stálpípuverksmiðju í Helguvík. Verktakafyrirtækið sérhæfir sig í svokölluðum alútboðum, en í því felst að fyrirtækið mun hanna, fjármagna og reisa verksmiðjuna. David Snyder framkvæmdastjóri International Pipe and Tube sagði í samtali við Víkurfréttir að búist væri við að ákvörðun liggi fyrir í lok febrúar: „Við tökum á móti tilboðum í verkið um miðjan febrúar og búumst við að ákvörðun liggi fyrir í endaðan febrúar. Við erum mjög bjartsýnir á verkefnið og erum töluvert á undan áætlun með undirbúning.“
Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar sagði í samtali við Víkurfréttir að hann hefði verið í góðu sambandi við David Snyder síðustu mánuði: „Við höfum rætt töluvert saman og hann er bjartsýnn. Ég vil þó vera varkár, enda er verkefnið ekki í höfn fyrr en skrifað hefur verið undir samning um að verksmiðjan rísi.“
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024