Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 31. mars 1999 kl. 17:51

ÁKVÖRÐUN UM MAGNESÍUM FRESTAST TIL ÁRSINS 2001

Endanleg ákvörðun um byggingu magnesíumverksmiðju á Reykjanesi hefur frestast að öllum líkindum til ársins 2001. Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja greindi frá þessu á aðalfundi HS sl. föstudag. Australian Magnesium er stærsti hluthafi í Íslenska Magnesíumfélaginu hf. og hefur verið að þróa nýja tækni í vinnslu megnesíum og hefur m.a. í þeim tilgangi byggt 4 til 5 milljarða og 1500 tonna tilraunaverksmiðju. Í henni var gert ráð fyrir að framleiðsla gæti hafist á síðasta ári en vegna ákveðinna erfiðleika með eitt þrep framleiðslunnar hefur það frestast fram í apríl/maí 1999. Það hefur valdið því að endanleg ákvörðun um byggingu verksmiðju í Ástralíu hefur dregist fram í þriðja ársfjórðun þessa árs. Þegar endanleg ákvörðun hefur verið tekin í Ástralíu er gert ráð fyrir að hagkvæmniathugun verði tekin lið fyrir lið og aðlöguð að íslenskum aðstæðum og það getur tekið 6 til 12 mánuði. Að henni lokinni, sennilega um áramótin 2000-2001 verður væntanlega hægt að taka endanlega ákvörðun um byggingu verksmiðju á Reykjanesi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024