Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ákvörðun um áframhaldandi breikkun brautarinnar í höndum ráðherra
Fimmtudagur 4. mars 2004 kl. 09:36

Ákvörðun um áframhaldandi breikkun brautarinnar í höndum ráðherra

Ekki er enn ljóst hvenær seinni hluti á breikkun Reykjanesbrautar verður boðin út, en fyrsta áfanga lýkur nú í byrjun júní. Að sögn Steinþórs Jónssonar forsvarsmanns áhugahóps um breikkun Reykjanesbrautar hefur hópurinn verið í reglulegu sambandi við Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra og aðra ráðamenn varðandi málið síðustu mánuði. „Að sjálfsögðu myndum við vilja tilkynna jákvæða niðurstöðu úr þeim viðræðum en höfum ekkert í hendi,“ segir Steinþór en telur að hópurinn hafi ástæðu til vera bjartsýn um framhald verksins og að næstu skref skýrist fljótlega. Fjölmargir aðilar búsettir í Reykjanesbæ sem nú starfa á höfuðborgasvæðinu vegna breyttra aðstæðna hafa verið í sambandi við hópinn síðustu daga og lagt áherslu á að tvöföldun brautarinnar, sem tengir þessi stóru atvinnusvæði, verði flýtt að sögn Steinþórs.
Steinþór segir þó ekki rétt að upplýsa frekar um málið fyrr en skýr niðurstaða liggur fyrir um framhald verksins hjá samgönguráðherra. „Málið er í hans höndum og höfum við trú á jákvæðri niðurstöðu samanber góðum framgangi fyrsta áfanga sem lýkur í byrjun júní,“ sagði Steinþór í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024