Ákveðin manneskja grunuð um hótun í Leifsstöð
 Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað.
Ákveðin manneskja liggur undir grun um sprengjuhótunina í Leifsstöð í nótt og er hennar nú leitað. Fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst tilkynningin í nótt og var allt tiltækt lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur.
Var um óljósa tilkynningu að ræða en svo nefnist tilkynning þegar grunur leikur á að um gabb sé að ræða. Ekki var gripið til þess að rýma flugstöðina, til að vekja ekki ótta ferðamanna. Þess í stað var leitað skipulega á ákveðnum svæðum.
Leit lauk án þess að nokkuð fyndist.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				