Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ákveðið setja upp sýningu á „Orkuverinu Jörð“ í Reykjanesvirkjun
Mánudagur 23. maí 2005 kl. 17:24

Ákveðið setja upp sýningu á „Orkuverinu Jörð“ í Reykjanesvirkjun

Reykjanesbær og Hitaveita Suðurnesja hf. ætla í sameiningu að byggja upp sýningaraðstöðuna „Orkuverið Jörð“ í Reykjanesvirkjun. Aðstaðan, svokallaður orkugarður, verður tilbúin á næsta ári. Þetta kemur fram í ritinu Bærinn okkar, sem Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ gefur út. Þar segir: „Í Reykjanesvirkjun verður komið fyrir aðstöðu sem kynnir orkunýtingarmöguleikar jarðarinnar. Unnið er að djúpborunarrannsóknum á sama stað og viðræður eru við erlenda aðila um þátttöku í því verkefni.“
Fyrirtækið Gagn og Gaman sýndi í vetur hugmyndir sínar að sýningarskála í nýju orkuveri Hitaveitu Suðurnesja, Reykjanesvirkjun, sem nú rís á Reykjanesi. Kynningin fór fram á aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja og hlaut góðar viðtökur. Gert er ráð fyrir að uppsetning sýningarinnar kosti um 125 milljónir króna og verði mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn.
Það eru Íslendingarnir Björn G. Björnsson sýningahönnuður og Friðrik Þór Halldórsson kvikmyndagerðarmaður sem standa að hugmyndinni ásamt enskum aðilum frá fyrirtækinu Janusi. Björn G. Björnsson setti meðal annars upp sýninguna Gjánni í kynningarhúsi Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi og einnig hannaði hann sýninguna í Saltfisksetrinu í Grindavík.

Frétt um Miklahvell frá því í vetur má skoða hér
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024