Krambúðinn 4-7 sept
Krambúðinn 4-7 sept

Fréttir

Miðvikudagur 9. febrúar 2000 kl. 16:04

Ákveðið að gera við Kvíabryggju

Hafnarstjórn Grindavíkurbæjar samþykkti á fundi sínum 26. janúar s.l. að ráðist yrði í viðgerð á Kvíabryggju sem skemmdist töluvert í miklu óveðri fyrir nokkru síðan. Í greinargerð kemur fram að bryggjan virðist ekki vera brotin en hugsanlega eru bitar sprungnir og boltar snúnir. Dekkið lyftist einnig upp í heilu lagi og undirstöðustaurar eru í lausu lofti nema til endanna. Gerð verður tilraun til að reka bryggjuna niður og koma henni í samt lag. Ef það tekst ekki verða boltarnir hertir og sprungnir bitar, styrktir. Viðlagatrygging mun síðan meta tjónið eftir því hvernig viðgerð gengur.
Bílakjarninn
Bílakjarninn
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25