Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Ákvarðanir um sameiningarkosningar teknar á morgun
  • Ákvarðanir um sameiningarkosningar teknar á morgun
Mánudagur 4. september 2017 kl. 14:06

Ákvarðanir um sameiningarkosningar teknar á morgun

- í bæjarstjórnum Sandgerðis og Garðs

Bæjarstjórn Sandgerðis og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs koma saman til funda í sínum sveitarfélögum á morgun til síðari umræðu um sameiningu sveitarfélaga.

Bæjarstjórnir sveitarfélaganna Garðs og Sandgerðisbæjar samþykktu þann 7. júní 2017 að skipa samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna, samkvæmt 1. mgr. 119. gr. sveitarstjórnarlaga. Samstarfsnefnd hefur skilað áliti sínu til bæjarstjórnanna með skilabréfi og greinargerð um störf nefndarinnar dags. 17. ágúst 2017.

Samstarfsnefndin kom saman á fjórum bókuðum fundum og hafa fundargerðir nefndarinnar komið til umfjöllunar í bæjarráðum sveitarfélaganna. Samstarfsnefnd leggur til að atkvæðagreiðsla meðal íbúa um tillögu um sameiningu sveitarfélaganna fari fram laugardaginn 11. nóvember 2017.

Málinu var vísað til síðari umræðu sem verður á morgun, þriðjudaginn 5. september, í bæjarstjórn Sandgerðis kl. 17:00 og hálftíma síðar í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Garðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024