Akurskóli skal hann heita
Fræðsluráð Reykjanesbæjar leggur til að nýr grunnskóli í Innri-Njarðvík verði kallaður Akurskóli en fyrsti skóli í Innri-Njarðvík sem reistur var 1891, bar það heiti. Þá bæri sérstök upplýsinga- og bókastofa í hjarta hússins heitið Thorkellistofa í höfuðið á Jóni Þorkelssyni Thorkellius og bókagjöf hans til barna í Njarðvíkursókn.