Akurskóli í stað Thorkilliskóla
Akurskóli gæti orðið nafn á skólanum sem senn rís í Innri-Njarðvík, en á fundinum í gær sagði Árni Sigfússon að töluverðrar óánægju gætti meðal fólks með nafnið Thorkilliskóli. Nefndi bæjarstjóri nafnið Akurskóli fyrir hinn nýja skóla, en nafnið á rætur sínar að rekja til sögunnar þar sem áður stóð skóli með því nafni í Innri-Njarðvík. Eiríki Hermannssyni fræðslustjóra hefur verið falið að undirbúa skoðanakönnun meðal íbúa um tillögu að nafni á nýja skólann, en fram hafa komið hugmyndir um að bókasafn skólans beri nafnið Thorkilli.