Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Akurskóli: Framkvæmdir að hefjast við 2000 fermetra byggingu
Fimmtudagur 27. júlí 2006 kl. 15:13

Akurskóli: Framkvæmdir að hefjast við 2000 fermetra byggingu

Ráðist verður í framkvæmdir við tæplega 2000 fermetra byggingu við 2. áfanga Akurskóla og á þeim að vera lokið í ágúst á næsta ári. Byggingin mun skiptast niður í sundlaug, búningsaðstöðu og íþróttahús með áhaldageymslu. Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti þetta á fundi sínum í morgun.

Húsið svipar mjög til þess sem er í Heiðarskóla en þó verður sundlaugin nokkuð stærri eða 16,7 metrar og íþróttasalurinn verður breiðari þar sem betri aðstaða er fyrir áhorfendur.
Gert er ráð fyrir að kostnaður við byggingu 2.áfanga sé um 370 milljónir króna og verður húsið tilbúið í ágúst 2007, að sögn Böðvars Jónssonar, formanns bæjarráðs.
Það er Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. sem hefur umsjón með byggingu hússins en Reykjanesbær á 35% í félaginu.

Mynd: Frá Akurskóla. VF-mynd:elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024