Akurskóli: Börnin komust ekki í eldfæri
Vegna fréttar í gær um að ungur drengur hafi borið eld að ruslatunnu í Akurskóla skal það áréttað að börnin á leikskóladeildinni, sem rekin er í Akurskóla, komust ekki í eldfæri. Það var utanaðkomandi drengur sem kom inn í skólahúsnæðið og kveikti eldinn. Starfsfólk kom að honum þar sem hann stóð við brennandi tunnuna. Eldurinn var fljótt slökktur af starfsfólki skólans og reykræsti slökkvilið Brunavarna Suðurnesja bygginguna. Tjón er minniháttar.