Akursel: Samið við Hjallastefnuna um reksturinn
Hjallastefnan verður rekstraraðili Akursels, nýs leikskóla í Innri Njarðvík. Bæjarráð Reykjanesbæjar tók ákvörðun um þetta á fundi nú í vikunni að undangengnu útboði á rekstrinum. Alls tóku þrír aðilar þátt í útboðinu.
Í tilkynningu frá Hjallastefnunni kemur fram að Heiðrún Scheving, leikskólakennari á Gimli, verði leikskólastjóri hin nýja leikskóla.
Ennfremur segir að Karen Valdimarsdóttir, leikskólastjóri á Gimli, verður þróunarstjóri Hjallastefnunnar á Reykjanesi og þar með ráðgjafi hins nýja skóla jafnhliða leikskólastjórastarfinu á Gimli.
Hjallastefnan ehf er skólarekstrarfyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Fyrirtækið var stofnað af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði á grundvelli þjónustusamnings en Margrét Pála hafði þá verið leikskólastjóri á Hjalla í áratug og þróað þar kenningar og námskrá Hjallastefnunnar. Félagið rekur nú fimm leikskóla á grundvelli þjónustusamninga við sveitarfélög; leikskólann Hjalla í Hafnarfirði, leikskólann Ása í Garðabæ, leikskólann Hólmasól á Akureyri, leikskólann Hraunborg á Bifröst og leikskólann Ránargrund í Garðabæ. Að auki rekur félagið einn einkaskóla sem starfar bæði á leik- og grunnskólastigi en það er Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ sem er með útibú í Hafnarfirði.
VF-mynd / Hilmar Bragi: Leikskólinn Akursel er í byggingu í Innri Njarðvík.
Í tilkynningu frá Hjallastefnunni kemur fram að Heiðrún Scheving, leikskólakennari á Gimli, verði leikskólastjóri hin nýja leikskóla.
Ennfremur segir að Karen Valdimarsdóttir, leikskólastjóri á Gimli, verður þróunarstjóri Hjallastefnunnar á Reykjanesi og þar með ráðgjafi hins nýja skóla jafnhliða leikskólastjórastarfinu á Gimli.
Hjallastefnan ehf er skólarekstrarfyrirtæki í eigu áhugafólks um skólastarf. Fyrirtækið var stofnað af Margréti Pálu Ólafsdóttur árið 2000 til þess að standa fyrir rekstri leikskólans Hjalla í Hafnarfirði á grundvelli þjónustusamnings en Margrét Pála hafði þá verið leikskólastjóri á Hjalla í áratug og þróað þar kenningar og námskrá Hjallastefnunnar. Félagið rekur nú fimm leikskóla á grundvelli þjónustusamninga við sveitarfélög; leikskólann Hjalla í Hafnarfirði, leikskólann Ása í Garðabæ, leikskólann Hólmasól á Akureyri, leikskólann Hraunborg á Bifröst og leikskólann Ránargrund í Garðabæ. Að auki rekur félagið einn einkaskóla sem starfar bæði á leik- og grunnskólastigi en það er Barnaskóli Hjallastefnunnar í Garðabæ sem er með útibú í Hafnarfirði.
VF-mynd / Hilmar Bragi: Leikskólinn Akursel er í byggingu í Innri Njarðvík.