Akureyringurinn fékk blíðar móttökur í dag
Hrafnkell Brynjarsson, 23 ára gamall Akureyringur lenti á Keflavíkurvelli síðdegis í dag eftir að hafa verið í haldi Ísraelshers í nokkra daga. Hrafnkell var að stunda hjálparstörf við flóttamannabúðir í Nablus þegar hann var handtekinn. Hrafnkell fékk blíðar móttökur frá móður sinni þegar hann kom til Keflavíkurflugvallar í dag en hann flaug frá London þar sem hann gisti í fyrrinótt.Hrafnkell sagði að vélbyssum hefði verið beint á sig þegar hann reyndi að leita réttar síns í Nablus og sagði að meðferð hermannanna væri langt því frá að vera lögleg.