Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Akureyringar pirraðir á hervélum frá Keflavík
Föstudagur 7. mars 2003 kl. 13:47

Akureyringar pirraðir á hervélum frá Keflavík

Fjöldi starfsmanna Menntaskólans á Akureyri hefur farið þess á leit við ríkisstjórnina að hún banni erlendum her að stunda heræfingar á og við Akureyri og nota Akureyrarflugvöll sem stríðsæfingasvæði. Í vetur hafa herflugvélar frá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli stundað ýmsar æfingar í Eyjafirði og æft reglulega lendingarflug við Akureyrarflugvöll með tilheyrandi hávaðamengun.Starfsfólk MA segir að þetta hafi valdið óbærilegri truflun á starfsemi stofnunarinnar og sé um óviðunandi athæfi að ræða í herlausu landi friðar.

"Það hlýtur að vera lágmarkskrafa til varnarliðs, sem fær aðsetur á landi hér, að haldnar séu reglur um vinnufrið. Það hefur verið þverbrotið með umræddum stríðsæfingum," segir í mótmælaskjali starfsfólks Menntaskólans á Akureyri.

Alls ritaði 41 starfsmaður nafn sitt undir mótmælin sem hafa verið send utanríkisráðherra, forsætisráðherra og menntamálaráðherra.

Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024