Ákærður fyrir tvær nauðganir
Tuttugu og sjö ára gamall maður var í gær ákærður fyrir tvær nauðganir. Maðurinn er sagður hafa nauðgað konu í húsi í Keflavík í september í fyrra og síðan annarri konu á veitingastað í Reykjavík í febrúar á þessu ári.Ákærði hefur harðneitað sakargiftum en málið er til meðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Sjaldgæft er að sami maður sé ákærður fyrir tvær nauðganir. Rúv greindi frá.