Ákærður fyrir morð, líkamsárás og kynferðisofbeldi
22 ára gamall maður frá Keflavík hefur verið ákærður fyrir að hafa banað 19 ára stúlku með mörgum hnífstungum meðal annars í síðu hennar, brjósthol og höfuð á heimilihennar í apríl síðastliðnum. Vísir.is greindi frá.Ákæra ríkissaksóknara var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Sambýlismaður stúlkunnar og foreldrar hennar fara fram á 13 milljónir króna í bætur auk refsningar. Hann var einnig ákærður fyrir líkamsárás á sama stað þar sem hann hafi lent í átökum við sambýlismann hennar, en hann veittist að honum með hnífi með þeim afleiðingumað hann hlaut nokkra grunna skurði og rispur. Að lokum er maðurinn ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tvítugri stúlku með því að þröngva hana til munnmaka með ofbeldi í febrúar og síðar þröngvað hana aftur tilsamræðis og munnmökum með ofbeldi á heimili hans.