Ákærður fyrir mannrán og stuld á humri
Liðlega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að brjótast inn í frystigám í eigu fyrirtækisins Atlastaðafisks ehf sem stóð við Fitjabraut í Reykjanesbæ og stela þaðan 170 kílógrömmum af humri, að áætluðu verðmæti 680 þúsund krónur.
Hann er jafnframt grunaður um að hafa brotist inn í fiskverkun Háteigs við Sandgerðisveg í Garði og stolið þaðan borðtölvu og inn í fyrirtækið Beiti í Vogum og stolið þaðan annarri borðtölvu í október 2006
Þessi sami maður er ákærður fyrir mannrán, var frá í fréttum í gær. Ákærurnar voru allar þingfestar á sama tíma í Héraðsdómi Reykjaness.
www.visir.is
greinir frá þessu.