Ákærður fyrir árás á 15 ára dreng
Fjörtíu og sex ára karlmaður í Reykjanesbæ hefur verið ákærður fyrir líkamsárás á 15 ára dreng. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök brot gegn frjálsræði og líkamsárás en til vara brot gegn barnaverndarlögum, að því er segir á frétt á visi.is. Umrætt atvik átti sér stað í upphafi síðasta árs.
Maðurinn á að hafa veist að drengnum með ofbeldi skammt frá heimili sínu, fellt hann og þrýst andliti hans í jörðina. Því næst tekið í hálsmál hans og dregið drenginn að bifreið sinni og ekið henni í átt að Reykjaneshöll.
Þar dró hann drenginn aftur út úr bílnum og þrýsti honum niður í jörðina, skipaði honum síðan að fara úr skónum og færði hann aftur inn í bílinn og ók honum að lögreglustöðinni í Reykjanesbæ. Við þetta hlaut drengurinn klórför í hársverði, á enni, á nefi, á höku og hálsi og hrufl víða á líkamanum auk marbletta á fótum, segir í fréttinni á visir.is.
www.visir.is