Ákærður fyrir að stela óskilamunum
Fyrrverandi starfsmaður Flugmálastjórnar og öryggisdeildar Keflavíkurflugvallar hefur verið ákærður fyrir að stela úr óskilamunadeild lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli.
Samkvæmt frétt á visi.is er maðurinn ákærður fyrir að stela 5 ipod tónlistarspilurum, 200 evrum, 300 bandaríkjadölum, 430 sterlingspundum, 45 kanadadölum og 410 sænskum krónum í peningaseðlum úr fjórum seðlaveskjum.
Meint brot voru framin á tímabilinu desember í fyrra þar til í apríl á þessu ári. Maðurinn, sem er 35 ára gamall, var flugöryggisvörður. Málið gegn honum var þingfest í morgun, samkvæmt því sem visir.is greinir frá.
www.visir.is