Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Akademían kynnt í bókasafninu
Mánudagur 22. nóvember 2004 kl. 16:40

Akademían kynnt í bókasafninu

Teikningar af byggingu Íþróttaakademíunnar í Reykjanesbæ eru nú til sýnis á Bókasafni Reykjanesbæjar. Geta bæjarbúar nú litið þar við og virt fyrir sér tölvumyndir af fyrirhugaðri byggingu og nánasta umhverfi.

Húsið verður alls 2.700 m2 að hluta á tveimur hæðum og er áætlaður byggingarkostnaður um 450 milljónir króna. Á 1. hæð verður m.a. fyrirlestrarsalur, kennslustofur og stór íþróttasalur 20x40 m. á efri hæð verður m.a. kennslu- og rannsóknaaðstaða ásamt bókasafni og kennaraaðstöðu.

Eignarhaldsfélagið Fasteign hf. akademíuna og mun Reykjanesbær leigja aðstöðuna. Gert er ráð fyrir að skólastarf hefjist í september á næsta ári.

Arkitektar byggingarinnar eru Páll Tómasson og Haraldur Örn Jónsson frá Akritektur.is. Hönnun burðarvirkja og lagna var í höndum Friðbergs Stefánssonar hjá Hönnun hf. Um hönnun raforkuvirkja sá Magnús Kristbergsson  hjá Verkfræðistofu Jóhanns Indriðasonar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024