Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Air Canada breytir brottfarartímum vegna anna á Keflavíkurflugvelli
Miðvikudagur 8. mars 2017 kl. 13:00

Air Canada breytir brottfarartímum vegna anna á Keflavíkurflugvelli

Air Canada mun hefja flug á milli Keflavíkurflugvallar og Montreal og Toronto í vor og var áætlað að brottfarir frá Keflavíkurflugvelli yrðu klukkan hálf níu að morgni alla daga vikunnar, fengist til þess samþykki yfirvalda. Vegna anna á Keflavíkurflugvelli fékk flugfélagið ekki þá brottfarartíma. Greint er frá þessu á ferðavefnum Turisti.is.

Úthlutun brottfarartíma frá Keflavíkurflugvelli er á borði sjálfstæðs samræmingarstjóra en ekki Isavia líkt og reglur EES segja til um. Sala farmiða Air Canada til og frá Íslandi hófst í febrúar og miðaðist við að brottför frá Keflavíkurflugvelli yrði klukkan hálf níu. Túristi greinir frá því að vélar Air Canada muni lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan níu að morgni og leggja af stað til baka til Kanada klukkan tíu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024