Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Air Berlin borgaði og frjálst að fara
  • Air Berlin borgaði og frjálst að fara
Þriðjudagur 31. október 2017 kl. 09:17

Air Berlin borgaði og frjálst að fara

Air Berlin greiddi síðdegis í gær skuld sína við Isavia. Þota flugfélagsins hafði verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli til að tryggja greiðslu skuldarinnar. 
 
Til að tryggja að tryggja að þotan yrði ekki tekin í skjóli myrkurs voru öflugir snjóplógar settir bæði fyrir framan og aftan vélina. Það var einnig táknræn aðgerð til að tryggja hagsmuni Isavia.
 
Þegar staðfesting barst í gær á greiðslu skuldarinnar voru plógarnir fjarlægðir og núna stendur þotan á austurhlaði Keflavíkurflugvallar og bíðar þess að áhöfn Air Berlin komi til landsins og sæki vélina.
 
Myndirnar voru teknar í gærkvöldi þegar plógarnir voru fjarlægðir.
 
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi

 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024