AIFS veitti Krabbameinsfélagi Suðurnesja veglegan styrk
Ágóði af aðgangseyri á árlega torfærukeppni.
Aksturíþróttafélag Suðurnesja (AIFS) afhenti í gær styrk til Krabbameinsfélag Suðurnesja, en styrkurinn er ágóði af aðgangseyri að árlegri Poulsen torfærukeppni AÍFS. 1000 manns mættu á keppnina og nam styrkfjárhæðin kr. 437.500. Sigrún Ólafsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Krabbameinsfélagsins.
Keppnin var haldin 24. maí sl. í blíðskaparveðri á gömlu athafnasvæði ÍAV við Stapafell og þetta er í 4. sinn sem Aksturíþróttafélag Suðurnesja gefur ágóða af aðgagnseyri keppninnar til góðgerðarmála.
Sigrún Ólafsdóttir og Gunnar Ásgeirsson.
Garðar Gunnarsson, Sigrún Ólafsdóttir og Gunnar Ásgeirsson.
Hér eru nánari upplýsingar um keppnina.