Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

AIFS veitti Krabbameinsfélagi Suðurnesja veglegan styrk
Fulltrúar AFS og Krabbameinsfélags Suðurnesja.
Miðvikudagur 15. júlí 2015 kl. 11:22

AIFS veitti Krabbameinsfélagi Suðurnesja veglegan styrk

Ágóði af aðgangseyri á árlega torfærukeppni.

Aksturíþróttafélag Suðurnesja (AIFS) afhenti í gær styrk til Krabbameinsfélag Suðurnesja, en styrkurinn er ágóði af aðgangseyri að árlegri Poulsen torfærukeppni AÍFS. 1000 manns mættu á keppnina og nam styrkfjárhæðin kr. 437.500. Sigrún Ólafsdóttir veitti styrknum viðtöku fyrir hönd Krabbameinsfélagsins.

Keppnin var haldin 24. maí sl. í blíðskaparveðri á gömlu athafnasvæði ÍAV við Stapafell og þetta er í 4. sinn sem Aksturíþróttafélag Suðurnesja gefur ágóða af aðgagnseyri keppninnar til góðgerðarmála. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigrún Ólafsdóttir og Gunnar Ásgeirsson. 

Garðar Gunnarsson, Sigrún Ólafsdóttir og Gunnar Ásgeirsson. 

Hér eru nánari upplýsingar um keppnina.