Áhyggjur af stöðu ofbeldismála ung- menna og fjölga þarf félagsmiðstöðvum
Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur sérstakar áhyggjur af stöðu ofbeldismála ungmenna í þjóðfélaginu en umræðan um málefnið hefur verið áberandi í fjölmiðlum undanfarnar vikur. Þá er vert að taka undir og minna á mikilvægi þess að útivistartími barna og ungmenna sé virtur. Þetta kemur fram í nýjustu fundargerð velferðarráðs bæjarins, þar sem fundargerð Samtakahópsins frá 28. september sl. var til umfjöllunar.
„Samvera með fjölskyldu er mikilvægt forvarnarstarf og hvetur velferðarráð til þess. Ungmennaráð hefur bent á að fjölga þurfi félagsmiðstöðvum í sveitarfélaginu þannig að ungmenni hafi staði til að hittast á í sínu nærumhverfi og tekur velferðarráð undir þau sjónarmið,“ segir í afgreiðslu ráðsins.