Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur af hugsanlegri geislun
Þriðjudagur 19. janúar 2010 kl. 13:59

Áhyggjur af hugsanlegri geislun


Bæjaryfirvöld í Grindavík munu á næstu dögum eiga fund með fulltrúum Mílu/Símans vegna farsímamasturs sem fyrirhugað er að setja upp í landi bæjarfélagins.  Talsverðar áhyggjur hafa komið fram meðal bæjarbúa vegna fjarskiptamastranna í bæjarfélaginu og hugsanlegrar hættu sem af þeim kann að stafa. Skemmst er að minnast þess að á fjölmennum íbúafundi í nóvember var skorað á ríkisstjórnina að láta fjarlæga kafbátamöstrin sem Bandaríkjaher lét reisa á sínum tíma skammt frá íbúabyggðinni.

Óánægja bæjarbúa hefur einkum beinst að því að ekki hafa fengist nægar upplýsingar um það hvaða áhrif fjarskiptamöstrin hafa á heilsu fólks. Á loftmyndum má t.d. ráða að  möstur Bandaríkjahers hafa haft veruleg áhrif á gróður í kring.  Eðilega vakna því upp spurningar í þá veru hvort þau geti þá ekki haft áhrif á eitthvað annað en gróðurinn eingöngu.

Sóst hefur verið eftir því að koma upp farsímamasti inn í byggðinni og hefur það mælst misjafnlega fyrir hjá bæjarbúum eins og fram kom á áðurnefndum íbúafundi.  Sérfræðingur hjá Geislavörnum ríkisins fullyrti á fundinum að mun meiri útgeislun væri frá venjulegum farsíma en mastrinu sjálfu. Engu að síður skoraði íbúafundurinn á bæjaryfirvöld að láta fólkið njóta vafans.

Sérfræðingar halda því fram að með því að staðsetja farsímamastrið inn í byggðinni þurfi mun minni sendistyrk í samanburði við þann styrk sem þyrfti ef það væri staðsett t.d. upp á Þorbirni. Minni sendistyrkur hafi þess vegna mun minni geislun í för með sér.

Myndir:
Á þessum myndum úr Google Earth sést umhverfi stóru mastranna Grindavík. Takið eftir rákunum sem raðast reglulega í kringum möstrin. Eðlilega hlýtur fólk að draga þá álytun að þær séu af völdum sterkrar geislunar,  allavega á meðan ekki fæst önnur ásættanleg skýring. Og þá má spyrja hvort þessi geislun hafi áhrif á eitthvað meira en gróðurinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024