Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áhyggjur af Grindavíkurvegi – flest slys vegna útafaksturs
Föstudagur 30. apríl 2010 kl. 09:48

Áhyggjur af Grindavíkurvegi – flest slys vegna útafaksturs


Grindavíkurvegur er áhyggjuefni að mati þeirra sem sátu íbúafund í gær um umferðaröryggismál í Grindavík. Um fjögur þúsund bílar fara um veginn á sólarhring enda stærsti ferðamannastaður landsins í land Grindavíkur. Vegurinn er of þröngur og illa farinn á köflum en þrátt fyrir það er mikill hraðakstur miðað við síðustu mælingar. Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundinum sem haldinn var á vegum Grindavíkurbæjar og Umferðarstofu.

Í erindi Baldurs Grétarssonar, verkfræðings hjá Vegagerðinni, kom fram að 66 umferðarslys urðu á Grindavíkurvegi á árunum 2005 til 2009. Sýnt þykir að enginn einn staður eða kafli á veginum sé verri en annar heldur dreifðist þessi fjöldi slysa eftir honum öllum. Meiðsli urðu í 21 tilviki, þar af eitt banaslys.

Af þessum 66 slysum urðu 40 vegna útafaksturs. Þar af urðu meiðsli í 18 tilvikum en vitað er að ekki eru öll tilvik útafaksturs skráð hjá lögreglu. Þetta gefur tilefni til að líta betur á umhverfi vegarins en fram kom í umræðum á fundinum að Grindavíkurvegurinn er of þröngur.

Samkvæmt hraðamælingum Vegagerðarinnar frá 24. maí 2007 kom í ljós að meðalhraði á Grindavíkurvegi var 96,1 km. á klst. Af um 25 mælingastöðum Vegagerðarinnar er Grindavíkurvegur á meðal fjögurra efstu þegar kemur að hraðakstri, sem gæti átt sinn þátt í tíðum óhöppum.
Mesti hraði sem mældist var 143 km en 85% af ökumönnum mældust á 105,8 km eða minna sem þýðir að 15% ökumanna óku yfir þessum hraða.

Fram kom hjá Baldri að frá sumrinu 2007 hefur verið unnið við að malbika akbraut og axlir. Því verki er lokið frá Reykjanesbraut að Gíghæð. Í sumar verður kaflinn frá Gíghæð suður fyrir Bláa lónið tekinn fyrir á sama hátt. Vegrifflur hafa verið prófaðar á veginum - með góðum árangri. Aðgerðir á vegfláum eru á nokkurs konar ,,óskalista"’

Greint er nánar frá efni fundarins á www.grindavik.is
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd úr safni - Þessi 20 milljón króna sportbíll gjöreyðilagist í útafakstri á Grindavíkurvegi fyrir örfáum árum. Flest slysin á veginum verða vegna útafaksturs.