Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 6. september 2000 kl. 11:23

Áhyggjur af fjölda leiðbeinenda

Jóhann Geirdal (J) viðraði áhyggjur sínar á kennaramálum í bæjarfélaginu á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag. Leiðbeinendur eru nú 40 í 36,49 stöðugildum og þar af eru 13 stúdentar og 2 með grunnskólapróf, en hinir hafa allir viðbótarmenntun. Sá hópur sem aðeins er með stúdentspróf hefur farið stækkandi á milli ára. Jóhann sagðist geta sætt sig við að fólk með framhaldsmenntun kenndi ákveðnar greinar en þeir sem væru aðeins með stúdentspróf, hefðu hvorki faglega né kennslufræðilega undirstöðu og það væri ekki gott mál. „Þetta er oft hið besta fólk en fyrir utan að skorta faglega undirstöðu þá staldrar þessi hópur yfirleitt stutt við og það er slæmt fyrir stöðugleika í skólastarfi“, sagði Jóhann.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024